Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Jólagrauturinn

Urður heyrði mömmu vera að baksa frammi. Lágvær tónlist ómaði undir skarkala frá diskum og skálum. Urður leit niður. Pabbi var þarna enn. Steinsofandi. „Mamma?“ Urður brölti yfir pabba sinn og flýtti sér inn í eldhús.

„Mamma? Mamma, mamma!“ Loks leit mamma upp. „Góðan daginn“ brosti hún og hélt áfram að taka úr uppþvottavélinni. „Mamma! Við verðum að gefa honum graut. Þá hættir hann að stríða okkur“ Urður var óðamála.

„Hættir hver að stríða okkur?“ spurði mamma annars hugar. „Álfurinn!“ Urður var hneyksluð. Um hvað gæti hún annars verið að tala. „ Nú?“ brosti mamma og leit loks almennilega upp. „Og góðan daginn litlan mín“ Mamma ruglaði í hárinu á Urði og horfði á hana íbyggin.

„Þá bara gerum við það. Gefum álfinum graut. Náðu í haframjölið.“ skipaði mamma. „Nei. Ekki hafragraut. Grjónagraut. Álfar borða grjónagraut!“ Urði hálfbrá við ákveðnina í sjálfri sér. Ekki að hún væri ekki vön að vera ákveðin. En af hverju var hún svona viss um að þetta yrði að vera grjónagrautur? Hún mundi óljóst eftir litlu verunni, álfinum, sem hafði raskað svefnrónni hennar um nóttina. Eftir samtalinu sem þau áttu. Eintalinu sem hann átti, var sennilega réttara að segja. Hún hafði bara legið grafkyrr, starað og hlustað þar til hann lét sig hverfa. Eða hvað? Gerðist þetta í raun og veru?

Í sömu andrá staulaðist pabbi svefndrukkinn inn í eldhús og þá hvarf allur efi úr huga Urðar. Þau urðu að gera grjónagraut. Framan í pabba var búið að tússa svört gleraugu og freknur. Mamma sprakk úr hlátri þegar hún sá pabba.

„Þú hefur aldeilis sofið fast þegar drillenissen var á ferðinni í nótt“ sagði mamma glettin. Pabbi var eitt spurningarmerki í framan, þar til mamma lyfti símanum upp fyrir framan andlitið á honum og hann sá sig í myndavélinni. Þá rak hann upp stór augu og leit síðan á Urði.

Ohh af hverju hafði hann gert þetta? Fjárans álfur! Urður fann kökk safnast í hálsinum. Pabbi hafði gist inni hjá Urði og hún sá í augunum hans hvað hann var að hugsa. Þessi álfur skyldi sko fá að kenna á því fyrir öll leiðindin sem hann var að valda henni. Hún ætlaði ekki að vera hrædd. Þetta yrði afdrifarík nótt.

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað