Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Næturgesturinn

Urður lá í rúminu og bylti sér. Þótt pabbi lægi á gólfinu hjá henni, þótt hún væri dauðþreytt, var erfitt að sofna. Hún hugsaði um morguninn. Þegar hún hafði svo sannarlega ætlað að sýna mömmu og pabba. Þegar hún hafði reynt hvað hún gat að opna hurðina, en allt kom fyrir ekki. Hurðin hafði verið pikkföst. Bara eins og límd á vegginn. Alveg eins og þegar þær mamma skoðuðu hana. Og þau höfðu bara hrist hausinn, mamma og pabbi. Þó að þau hafi ekki sagt neitt, fann Urður alveg að þau voru þreytt á bullinu í henni. Sem var svo ósanngjarnt. Því þetta var ekkert bull.

Urður velti sér á hina hliðina. Reyndi að gleyma þessum hugsunum. Hún var svo þreytt. Urður rumskaði. Hún hafði greinilega náð að blunda, en hvað var það sem vakti hana? Hún leit í skyndi niður á gólf. Pabbi lá grafkyrr, með lokuð augu og frá honum bárust háværar hrotur. Hann var greinlega í fasta svefni. Hún hafði harðneitað að fara sofa nema einhver yrði hjá henni. Eftir nóttina á undan gat hún alls ekki verið ein. Eftir mikið taut og suð dró pabbi að lokum fram dýnu og hlunkaðist niður hjá henni.

Urður pírði augun í myrkrinu. „Hej“ heyrðist lágri röddu fyrir aftan hana. Hún snéri sér í snarhasti. Á rúmbríkinni upp við vegginn var eitthvað. „Hej“ sagði röddin aftur og þetta eitthvað virtist nú veifa lítilli hendi. „Ég sá að þú sást mig í gær“ þetta eitthvað hélt áfram að tala. Fyrir utan galopin augun, sem einblíndu á eitthvað, var Urður sem frosin. Þetta eitthvað líktist manneskju, en var meira á stærð við..? Kettling kannski?. Eitthvað með rauða húfu og löng eyru starði á Urði. „Af hverju gefið þið mér aldrei graut?“ spurði það. Urður myndastytta sagði ekkert. Hjartað hamaðist og hún óskaði þess af lífs og sálarkröftum að pabbi vaknaði. Áframhaldandi hrotur sögðu henni að það væri ekki að gerast. „Ég heiti Níels. Hvað heitir þú?“ Áfram sagði Urður ekkert. „Veistu ekki að maður á að gefa álfinum sínum graut?“

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað