Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Hver bakar um miðja nótt?

„Urður mín. Urður!“ Pabbi Urðar sat á rúmstokknum og horfði framan í hana þar sem hún barðist við að opna augun. „Það er búið að lífga upp á desember að drillenissen hafi verið hjá okkur Pabbi hennar gerði gæsalappir í loftinu um leið og hann lagði sérstaka áherslu á orðið drillenissen „en það gengur ekki að þú sért að baka hérna á nóttinni. Ef eitthvað kemur upp á, ef það kviknar í… Það er bara stórhættulegt.“ Urður heyrði tóninn í röddinni. Honum var fúlasta alvara. Urður dró andann djúpt og reyndi að ná utan um að pabbi hennar héldi að hún hefði verið að baka.

„Ég var ekki að gera þetta.“ sagði Urður með undrun í röddinni.
„Vinkona. Það er hveiti út um allt borð, kökudeigsrestar í lítilli skál, vel sleikt teskeið og litlar kökur í ofninum. Ég var ekki að baka, mamma þín var ekki að baka. Þetta er ekkert óljóst“
Hann horfði á hana alvarlegum augum.
„Pabbi. Ég var ekki að gera þetta!“
„Urður mín. Það er bara best að segja sannleikann“ Nú voru augun í pabba orðin ásakandi. „Pabbi. Ég gerði þetta ekki“ Urður fann röddina bresta um leið og hún reyndi að finna sinn allra mest sannfærandi tón. Húnsá vonbrigðin í augum pabba síns um leið og hann lagði höndina á hné hennar. Hann horfði á hana í nokkra stund.

„Þetta má allavega ekki gerast aftur!“ sagði hann með áherslu um leið og hann stóð upp. Hvernig gat hann haldið að hún hafi gert þetta? Var hann búinn að halda það allan tímann? Að hún hafi staðið að baki öllum hrekkjunum? Að hún hafi pakkað klósettinu inn? Hún vissi ekki einu sinni hvar hún ætti að finna lím.

Hugsanirnar snerust í hringi, maginn var herptur og mest langaði hana að fara fram og öskra á pabba sinn. Þungbrýnd klæddi hún sig í fötin. Hún þurfti víst að fara í skólann. En hvað hafði pabbi hennar sagt? Þetta var ekki hann og ekki mamma. Þó að pabbi hennar tryði henni ekki, þá vissi Urður að þetta var ekki hún sjálf. Varla var pabbi svona reiður bara til að stríða henni. Honum var virkilega alvara. En ef þetta var ekki pabbi, ekki mamma og ekki Urður… Var fluttur inn? Urður þurfti að fara í skólann, en í kvöld... Hún skyldi sko finna út úr því hvað var um að vera þarna í húsinu!

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað