Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Lítil fótspor

Urður sat í rúminu sínu, skoðaði bók og beið eftir mömmu, sem blaðraði í símann.

,,Ég var að hugsa um að segja þér sögu í stað þess að lesa í dag, ljúfan mín.” Mamma var loks búin í símanum og birtist í dyragættinni.

,,Ertu til í það?” Urður kinkaði kolli.

,,Ég var nefnilega að tala við hana Tine og hún var að segja mér svo margt skemmtilegt um julenisser, eða drillenisser eins og þeir geta verið.” Mamma brosti. Urði langaði ekki að heyra þetta. Hún var orðin svolítið þreytt á þessum drillenisse. Þennan morgun hafði allt verið með nokkuð kyrrum kjörum og hún hélt að kannski væri hann bara farinn, þrátt fyrir að hurðin væri á sínum stað. Sú óskhyggja stóð ekki lengi. Þegar hún var að klæða sig í útifötin hafði hún séð pínulítil spor í hvítu dufti. Mamma, sem hafði potað í duftið, sagði þetta vera hveiti. Núna eftir skóla höfðu þær mamma svo grandskoðað hurðina, en orðið einskis vísari. Hurðin leit bara alveg eins út þegar hún var skoðuð nálægt og þegar hún var skoðuð langt frá. Og það var ekki hægt að opna hana. Mamma hafði prófað.

Kannski væri best að vita svolítið meira. Urður brosti til mömmu sinnar og dæsti um leið og hún sagði. ,,Okei, segðu mér frá jólaálfinum.”

Mæðgurnar kúrðu sig undir sæng ,,Hún Tine var sko alveg hissa á að það væri jólaálfur hjá okkur. Hún hélt að þeir byggju bara í Danmörku.“ byrjaði mamma ,,Eða í það minnsta bara hjá dönskum fjölskyldum” hélt hún áfram og strauk Urði um kinnina. ,,Jólaálfarnir eru þjóðsagnaverur í Danmörku og í gamla daga voru þeir oft að passa upp á dýrin á bóndabæjunum. Núna eru þeir líka hjá fólki sem á engin dýr og þá eru þeir víst mest að spila á spil til að stytta sér stundir. Annars segir þjóðsagan líka að álfarnir séu að hjálpa jólasveininum á Grænlandi. Vissirðu það?” Urður hristi hausinn. Það vissu nú allir að jólasveinarnir byggju í fjöllunum á Íslandi og ekki á Grænlandi. Mamma hélt áfram.

,,En það sem verra er, að ef þeir eru eitthvað ósáttir, þá fara þeir að stríða fólkinu sem þeir búa hjá. Í gamla daga var það þannig að stundum urðu þeir bara reiðir og fluttu af bænum. Og það var nú aldeilis ekki gott. Því veistu hvað? Þá tóku þeir gæfuna með sér af bænum.”

Urður fann herping í maganum. Af hverju var álfurinn ósáttur? Og hvernig gæti hún passað upp á að hann færi ekki með gæfuna úr húsinu?

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað