Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Heimkynni jólasveinanna

Þetta var svo slæm hugmynd. Þetta var allra versta hugmyndin. Urður stóð skjálfandi ístígvélum og úlpu við endann á pallinum. Við hlið hennar stóð Níels í sömu þunnu fötunum og sömu litlu skinnskónum og alltaf. Það var meira myrkur en Urður hafði nokkurn tíma séð áður. Fyrir aftan þau var útiljós við útihurðina. Frá því kom lítil týra. Rétt nægjanlegt ljós til að lýsa upp blautan viðinn í pallinum. Þar sem Urður stóð sá hún ekkert. Framundan var ekkert. Ekkert nema svartamyrkur. Á hárinu lentu litlir blautir dropar. Hvað voru þau að gera?

„Sérð þú í myrkri?“ heyrði hún hvíslað sér við hlið. „Nei. En þú?“ svaraði Urður“ „Nei.“ Þau stóðu kyrr við endann á pallinum. Hvorugt þeirra sagði neitt. Hvorugt tók skrefið út í myrkrið. Að lokum tók Urður til máls. „Við finnum ekki jólasveina í svona myrkri. Við verðum að finna vasaljós og hlýrri föt.“ Rétt í því sem þau snéru sér við sá Urður risastórum skugga bregða fyrir í ljósskímunni við hurðina. Var þetta úlfur? Urður greikkaði sporið.

Urður reyndi að læðast um inni. Hvar skyldu vasaljósin vera? Gúmmístígvélin ískruðu ískyggilega þar sem hún spígsporaði um. Loks gerðist það sem alls ekki mátti gerast. „Ert þú komin á stjá Urður mín“ Pabbi var risin á fætur og komin fram til hennar. „Ertu í stígvélum? Og úlpu? Heyrðu krútta, þú ert eitthvað að ruglast. Það er nótt. Hérna ég skal hjálpa þér.“ Pabbi tók af henni úlpuna, leiddi hana að rúminu, breiddi yfir hana sæng, kyssti hana á ennið og hvíslaði „Góða nótt.“

Hlýjan frá sænginni var notaleg. Ljósskíman frá næturljósinum var róandi. Í augnablik var hún fegin að vera aftur í rúminu. Þar til hún sá Níels bregða fyrir í ljósskímunni. Þá fékk hún sting í hjartað. Á morgun. Þetta yrði að gerast á morgun. Það var síðasta tækifærið!

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað