Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Vonbrigðin

„Elsku ljúfa. Hvað ertu að gera?“ spurði mamma um leið og hún settist fyrir aftan Urði og tók utan um hana. Urður sat á gólfinu með krosslagða fætur gegnt litlu hurðinni og starði. „Mér sýnist þú vera eitthvað leið.“ mamma hélt áfram að tala. Urður svaraði engu. Enn var hann hér. Skónum vel raðað, með hælana upp að vegg. Og Níels hafði sagt henni að ekki færi hann án þeirra.

„Hvað eru margir dagar til jóla núna?“ spurði Urður lágmælt. „5 dagar. Minna en ein vika“ svaraði mamma glaðlega, þar sem hún vaggaði þeim varlega á gólfinu. Urður andvarpaði. Þetta voru ekki góðar fréttir. „Bara einn dagur þar til við förum í Sælukot“ hélt mamma brosandi áfram og kyssti Urði í hálsakotið.

Urður elskaði að fara í Sælukot. Venjulega. Að þessu sinni fannst henni þungbært að þurfa að fara. Hvað yrði um Níels á meðan þau voru ekki heima. Hún mátti ekkert vera að því að gera laufabrauð og fara í fjallgöngur. Fjallgöngur? Urður hafði fengið nýja hugmynd. „Mamma. Er ekki fjall hjá Sælukoti?“ spurði hún. „Jú, eða það stendur við Búrfell.“ svaraði mamma „Er það fjallið sem jólasveinarnir búa í?“ Mamma hló.

„Ég bara veit það ekki. Þeir búa bara upp í fjöllum, en ég veit svo sem ekki í hvaða fjalli. Ertu að hugsa um að fara að heimsækja þá?“ Það var einmitt það sem Urður var að hugsa. Ef hún fyndi jólasveinana áður en þeir legðu af stað til byggða þá gætu þeir tekið Níels með sér. Nú þyrfti hún bara að finna leið til að koma Níelsi upp í Sælukot. „Má ég fara með ferðatöskuna þína?“ spurði Urður mömmu sína Níels hafði áður verið í töskunni hennar svo hann hlyti að geta flutt í hana aftur. Urður myndi bara útskýra þetta fyrir honum um kvöldið. Þetta yrði að lukkast.

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað