Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Skyrgámur

„Mundir þú eftir að kíkja í skóinn í morgunn?“ spurði pabbi á milli hafragrautarskeiða. „Ehh nei“ svaraði Urður um leið og hún reis upp úr stólnum og hljóp inn í herbergi. Það eina sem hún hafði munað eftir að kíkja á, var hvort hurðin væri enn á sínum stað. Það var hún. Hún kom til baka með fernu af uppáhalds djúsnum sínum. Hana langaði að vera glöð yfir djúsnum, en hún var meira leið því að jólasveininn hafði komið og þessi hafði heldur ekki tekið Níels með sér. Eins viðeigandi og það nú hefði verið að Hurðaskellir hefði skellt litlu hurðinni á eftir þeim, eitt síðasta sinn.

Pabbi virtist ekki taka eftir innri baráttu Urðar. „Jólaálfurinn okkar hefur alveg haldið sig á mottunni síðan jólasveinarnir fóru að koma. Það eru engin ummerki eftir hann lengur nema hurðin. Kannski þú ættir að skrifa bréf til jólasveinanna og þakka þeim fyrir að jólaálfurinn sé annars hugar þessa dagana.“

„Bréf? Auðvitað!“ hrópaði Urður upp yfir sig. Hún ljómaði. Hún gæti skrifað bréf og beðið jólasveininn að taka Níels með heim. „Pabbi, Níels er ekki of annars hugar út af jólasveinunum. Hann er leiður að komast ekki heim. Ég er búin að segja þér þetta. En kannski vill jólasveinn taka hann með ef ég skrifa bréf og bið hann um það.“ Urður mátti ekkert vera að því að heyra svar frá pabba eða að klára matinn sinn, heldur hljóp hún beint inn í herbergi og settist við skriftir.

Elsku Skyrgámur. Hann Níels Jólaálfur villtist til Íslands í ferðatöskunni hennar mömmu. Nú er hann fastur á Íslandi og hann þarf að komast heim til að dreifa gjöfum fyrir jól. Svo saknar hann fjölskyldunnar sinnar í Danmörku alveg óskaplega mikið. Hann er svo leiður að hann er ekki einu sinni stríðinn lengur, sem er starf jólaálfa. Viltu vera svo vænn að taka hann með þér þegar þú ferð til íslensku krakkanna í Danmörku? Þín Urður ---

Áður en Urður lagðist í rúmið þetta kvöld kíkti hún í gluggakistuna. Bréfið var vel áberandi í miðri gluggakistu, beint við hliðina á skónum og hinu megin við bréfið stóð opið bláberjaskyr. Urður var ánægð með sig. Í kvöldrökkrinu rétt áður en hún sofnaði hvíslaði hún út í loftið. „Bless Níels. Góða ferð til Danmerkur“

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað