Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Er hann hér enn?

Urður reif sig á fætur um leið og hún heyrði þrusk í mömmu og pabba. Hún kíkti örsnöggt í skóinn og sá að þar var eitthvað. Hún mátti ekkert vera að því að kanna nánar hvað það var. Hún hljóp fram til að athuga með litlu hurðina.

Hún var enn á sínum stað. Vonbrigðin helltust yfir hana. Hún hafði komið Níels vel fyrir í gluggakistunni og sagt honum að biðja jólasveininn að taka sig með. En hér var hann enn. Eða hvað? Ætli Níels gæti verið farinn og bara hurðin eftir? Hún bankaði á hurðina. Ekkert gerðist og hurðin virtist límd á vegginn, alveg eins og þegar þær mamma skoðuðu hana í fyrsta sinn.

Voðalega var erfitt að svona jólaálfar væru bara á ferðinni á kvöldin og nóttunni. Urður var allt of óþolinmóð til að bíða fram á kvöld með að fá að vita hvort Níels væri enn hjá þeim. Í skólanum ræddu krakkarnir um hvað jólasveinninn hafði fært þeim og það var ekki fyrr en þá, sem Urður fattaði að hún hafði alveg gleymt að athuga hvað var í skónum. En sú vitleysa. Kannski hafði verið einhver vísbending.

Þegar Urður kom heim sá hún klementínu í skónum. Ekki vísbending. Hún leitaði að sporum eftir Níels, en sá ekkert sem benti til að hann hefði verið að hrekkjalómast. Raunar hafði hann ekkert hrekkt þau í nokkra daga. Kannski var það vegna grautarins með smjörklípunni. Urður hélt samt frekar að hann væri of miður sín, eftir að hann komst að því að hann væri fastur á Íslandi.

Þegar Urður lagðist í rúmið var hún eiginlega búin að sannfæra sjálfa sig. Hann hlaut að vera farinn. Það hlaut að vera. Hún fann fyrir létti þegar hún hugsaði til þess að hann væri kominn heim. „Urður. Uurðuur?“ hvíslaði Níels. Urður opnaði augun. Á rúmbríkinni stóð niðurlútur álfur og sorgin skein úr augunum hans. „Ég sá engan jólasvein og gat ekki beðið neinn að taka mig með“ sagði hann lágri titrandi röddu. Ó, nei. Hvað ættu þau til bragðs að taka?

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað