Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

13 jólasveinar

„Nú fór hún alveg með það. Skór upp í glugga. Fuss og svei segi ég nú bara.“ heyrði Urður tautað úr glugganum. „Níels. Ní-els!“ Urður hvíslaði ákveðið út í loftið, en fékk engin viðbrögð. Hávær dynkur gall við. Skórinn hafði hrunið á gólfið.

„Hvað er í gangi?“ hrópaði pabbi um leið og hann stökk af stað úr stofunni. „Ekkert. Þú þarft ekkert að koma“ svaraði Urður en það var of seint. „Þetta var bara skórinn, hann datt úr gluggakistunni.“ Urður brosti svo mikið að hún varð skrítin í framan. Hún vonaði að pabbi hennar kæmi ekki auga á Níels sem stóð við gluggakarminn, hálfur á bak við gardínu. „Ehh... Sko ég veit ekki hvernig þetta gerðist“ sagði hún um leið og hún stökk upp úr rúminu og reyndi að teygja enn meira á brosinu „ég bara laga þetta.“

Pabbi hennar stóð kyrr í gættinni og brosti. „Allt í lagi vina mín. Farðu svo að sofna. Ekki viltu missa af jólasveininum“ sagði pabbi og blikkaði. Hann sendi Urði fingurkoss og snérist á hæl.

„Níels!“ Urður var ströng í röddinni þó að hún reyndi að hvísla „Viltu gjöra svo vel að láta skóinn minn í friði. ,Askasleikir kemur í nótt.“ „Askasleikir?“ Hváði Níels. „Já!“ „Hver er Askasleikir?“ spurði hann aftur. „Sjötti jólasveinninn“ svaraði Urður óþolinmóð. „Sjötti jólasveinninn?“ Augun á Níels voru venjulega stór, en núna fylltu þau nánast allt andlitið. „Það er bara einn jólasveinn og hann kemur á jólunum. Eftir 7 daga. Þegar ég þarf að vera kominn heim, manstu?“ „Auðvitað. Níels! Það er svarið!!“ Urði var svo mikið niðri fyrir að hún hoppaði upp í rúminu, en lagðist jafn harðan niður aftur, þegar hún mundi að hún vildi ekki vekja grunsemdir hjá mömmu og pabba. „Það er ekki einn jólasveinn, það eru auðvitað þrettán og veistu hvað?“ Níels vissi ekki hvað. „Þeir fara líka til íslenskra krakka sem búa í Danmörku. Það hlýtur einhver þeirra að geta tekið þig með!“

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað