Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Bleik bakklóra

„Níels. Níels“ Urður hvíslaði út í loftið. Röddin var um það bil að bresta. Allan daginn hafði Urður reynt að finna lausn á því hvernig Níels kæmist aftur heim, en án árangurs. Augun á Urði fylltust af tárum þegar hún sá Níels. Hún kom ekki upp orði, en hristi hausinn neitandi. Níels fitjaði upp á nefið og settist á rúmstokkin við hliðina á Urði. Þannig sátu þau drykklanga stund.

„Hey“ sagði Níels skyndilega upprifinn og hélt áfram. „Geturðu ekki bara sent mig aftur í húsinu sem ég kom í?“ Ég get alveg farið í það aftur. Þó það hafi verið mjög þröngt“. „Hvaða hús ertu að tala um?“ spurði Urður. Hann hugsaði sig um áður en hann byrjaði að lýsa því „Veggurinn var alveg svartur og svona undarlega mjúkur. Inni var fullt af upprúlluð teppum, svo mörgum að ég komst varla fyrir og svo þétt rúlluð að ég náði ekki að breiða neitt yfir mig. Það varð líka alveg ískalt í svolítinn tíma. En ég fann rosa góða bakklóru, svona fallega bleika og hvíta með passlega stífum hárum. Svo opnaðist húsið bara allt í einu og var ekki hús lengur. Þá flutti ég yfir í vegginn þar sem ég bý núna.“

Urður fékk uppljómun. Gat það verið? „Bíddu hér“ skipaði hún og rölti inn á bað. Urður fann tannburstann hennar mömmu sinnar og kom aftur að vörmu spori.

„Er þetta bakklóran? spurði hún. Hann kinkaði glaður kolli. Urður sprakk úr hlátri. Hún hló og hló og hló. „Þetta er… tannburstinn… hennar mömmu“ sagði hún milli hláturroka „Og þú varst að… klóra þér… á bakinu með honum!“ Níels hló með. Meira að því hvað Urður hló mikið, en að honum fyndist fyndið að tannbursti hefði verið notaður sem bakklóra. Hlátrasköllin dóu út og þau sátu aftur hljóð á rúmbríkinni. Á morgun skyldi hún finna út úr því hvort hann kæmist aftur með ferðatöskunni til Danmerkur.

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað