Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Sorgmæddi álfurinn

Urður hafði drifið sig upp í rúm um leið og kvöldmaturinn var búinn. Kyssti og knúsaði mömmu og pabba í flýti og hálf ýtti mömmu út áður en hún kláraði söguna sem hún var að lesa fyrir hana. Að þessu sinni var hún ekki að bíða eftir jólasveininum. Eitthvað hafði fælt álfinn kvöldið áður og þennan dag hafði hún ekki fundið nein ummerki um hann. Nema litlu hurðina auðvitað, sem enn var á sama stað. Allan daginn hafði hún hugsað um tárvotu augun sem komu í kjölfar þess að hann fékk að vita að hann væri á Íslandi.

Urður hlustaði á mömmu og pabba sýsla frammi, svo hljóðnaði, ljósunum fækkaði og lágvært suð frá sjónvarpinu barst inn í herbergið. Loks var slökkt á sjónvarpinu og allt varð hljótt í húsinu. Ætti hún að fara að leita að álfinum. Hann hét Níels var það ekki? Urður stóð á fætur og læddist að hurðinni. Hún kíkti fram á gang. Litla hurðin var lokuð. Alveg eins og hún var á daginn. Grauturinn ósnertur.

Urði langaði ekki að stíga yfir þröskuldinn. Hún stóð sem fastast og horfði á hurðina. „Níels? Níííels?“ hún kom sjálfri sér á óvart með því að kalla hvíslandi út í loftið. Það kom henni enn meira á óvart að litla hurðin opnaðist og út kíkti álfurinn. Þau horfðust í augu og svo trítlaði hann til hennar með hangandi haus og signar axlir.

Urður settist á hækjur sér og horfði á Níels, hinum megin við þröskuldinn. Um stund þögðu þau, þar til hún rauf þögnina. „Af hverju ertu svona leiður?“ Hann snökti og leit upp. „Allir álfar þurfa að hjálpa til við að koma gjöfum til barna á aðfangadag, ef ég er ekki með þá kannski náum við því ekki. Ég þarf að vera með fjölskyldunni minni um jólin.“ hann dró djúp andann „Og ég veit ekki hvernig ég á að komast til þeirra.“ Nú opnuðust allar flóðgáttir og álfurinn hágrét.

Urður fékk sting í magann og fann að hennar kinnar voru orðnar tárvotar. Hún rétti hendina yfir þröskuldinn og setti einn putta í lófa álfsins. „Ég skal hjálpa þér!“ sagði hún einlæglega, án þess að hafa nokkra hugmynd um hvernig hún kæmi álf til Danmerkur.

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað