Engar áhyggjur! Jólasagan Jólaálfurinn sem flutti inn er aðgengileg á vefnum okkar og á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Grjónagrautur með smjöri

„Af hverju settuð þið ekkert smjör í grautinn?“. „Ha?“ svaraði Urður í hálfgerðu móki. Urður hafði verið um það bil að sofna þegar hún var kitluð í nefið. Hún hristi sig og leit við.

„Sko. Mér finnst grautur ekki góður nema það sé smjör í honum. Væn smjörklessa. Og helst rauð saft. En smjör er algjört lágmark.“ Urður gretti sig. „Hver setur smjör út í grjónagraut?“ spurði hún hneyksluð. Svo hneyksluð að hún tók ekki eftir því að hún var að tala við álf.

Nú var það hans að vera hissa „Borðarðu ekki smjör út í grautinn?“ spurði hann. Öll gremja var horfinn úr tóninum og í stað þess komin undrun. „Þið eruð skrítnasta mannfólk sem ég hef hitt.“

„Ég þekki engan sem borðar smjör út í grautinn sinn“ ákveðnin í tóni Urðar var ekki til að villast á. Henni fannst hugmyndin um smjör í grjónagraut fáránleg. Álfurinn horfði stóreygur á Urði „En rautt saft?“

Urður flissaði. Hún hafði smakkað rauða saft hjá vonkonu mömmu úti í Danmörku. En á Íslandi hafði hún aldrei séð það. „Ég þekki engan sem drekkur rauða saft. Hvað þá að setja hana út á grautinn sinn.“ hló Urður.

„Er sængin svona fyndin í kvöld?“ Pabbi kallaði úr stofunni. „Á ég að koma kíkja á þetta mál? Urður leit í kringum sig. Álfurinn var horfinn. „Pabbi? “ Kallaði Urður á móti. „Nennirðu að setja smjör í grjónagrautinn við hurðina?

Hér má hlusta á kaflann í lestri höfundar

{:opt_in=>[], :opt_in2=>[], :opt_in3=>[], :subscriber_id=>[]}
Úbbs, eitthvað var ekki rétt. Mistök eru merkt með rauðu

Glugganum er lokað